Þetta er stofufangelsi og ekkert annað

Guðjón Þórðarson var ráðinn til starfa hjá Víkingi 14. júní …
Guðjón Þórðarson var ráðinn til starfa hjá Víkingi 14. júní síðastliðinn. Ljósmynd/Víkingur

„Hún er leiðinleg,“ sagði Guðjón Þórðarson um hvernig væri að vera í sóttkví í samtali við Valtý Björn Valtýsson og Magnús Böðvarsson í útvarpsþættinum Mín skoðun á Sport FM. Guðjón er í sóttkví ásamt lærisveinum sínum í knattspyrnuliði Víkings í Ólafsvík eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna. 

„Þetta hefur slæm áhrif á liðið. Við erum í slæmri stöðu og megum ekki æfa sem hópur. Við getum varla neitt gert, ekki unnið með bolta eða neitt. Það kemur sér illa,“ sagði Guðjón. Hann líkir sóttkví við fangelsi. 

„Það eru ýmsar hindranir. Þetta er nánast eins og að vera í fangelsi. Það veitti nú ekki af æfingahringjunum í golfinu,“ sagði Guðjón og hló og bætti við: „Þetta er bara stofufangelsi og ekkert annað. Þú færð að fara út að labba tvisvar á dag, en þú mátt ekki hitta fólk eða stunda neitt. Þú mátt ekki fara út á golfvöll þótt þú sért einn,“ sagði Guðjón Þórðarson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert