Helgarveðrið með hagstæðasta móti

Kort/Veðurstofa Íslands

Helgarveðrið er með hagstæðasta móti miðað við árstíma og um að gera að njóta meðan er að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Í dag er útlit fyrir sunnan 5-10 m/s með skýjuðu veðri og lítils háttar rigningu af og til, en á Norður- og Austurlandi verður þurrt og bjart. Hiti 2 til 7 stig.

Í kvöld og nótt bætir í úrkomu á landinu, en á morgun dregur úr henni aftur og verður meira og minna þurrt á stórum hluta landsins á morgun og vindur með hægasta móti.

Á sunnudag er síðan áfram hægviðri í kortunum og yfirleitt þurrt og einnig gæti sólin náð að skína nokkuð víða. Hiti breytist lítið og verður á bilinu 2 til 7 stig yfir daginn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 m/s og víða dálítil væta, en þurrt að kalla síðdegis. Hiti 1 til 6 stig. Austan 5-10 og él um landið norðaustanvert með hita um frostmark.

Á sunnudag:
Hæg breytileg átt, þurrt veður og bjart með köflum. Hiti 1 til 6 stig. Suðaustan 5-10 og smáskúrir sunnanlands síðdegis.

Á mánudag:
Suðlæg átt 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum en úrkomulítið norðaustanlands fram á kvöld. Hiti 0 til 5 stig.

Á þriðjudag:
Austlæg átt og dálitlir skúrir eða él í flestum landshlutum. Hvessir á landinu um kvöldið með rigningu suðaustan til. Hiti um og yfir frostmarki.

Á miðvikudag:
Hvöss norðaustanátt með rigningu eða slyddu en snjókomu til fjalla. Þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti 0 til 4 stig.

Á fimmtudag:
Norðaustanátt og él, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Kólnandi veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert