Fótbolti

Nýr bandarískur eigandi hjá AS Roma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dan Friedkin er 54 ára gamall og nýr í Houston ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann er metin á meira en fjóra milljarða Bandaríkjadala eða meira 543 milljarða íslenskra króna.
Dan Friedkin er 54 ára gamall og nýr í Houston ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann er metin á meira en fjóra milljarða Bandaríkjadala eða meira 543 milljarða íslenskra króna. Getty/Vivien Killilea

Ítalska félagið Roma mun skipa um eigendur í haust en bandaríski milljarðamæringurinn Dan Friedkin hefur komist að samkomulagi um að kaupa félagið.

Dan Friedkin var tilbúinn að borga 591 milljón evra fyrir þetta sögufræga félag í Seríu A eða tæpar 95 milljarða íslenskra króna.

„Okkur hlakkar til að ganga frá kaupunum sem fyrst og verða hluti af AS Roma fjölskyldunni,“ sagði Dan Friedkin.

Það er búist við hægt verði að ganga frá sölunni fyrir lok ágústmánaðar.

Þetta er í fyrsta sinn sem Dan Friedkin eignast hlut í íþróttaliði en hann hefur hingað til einbeitt sér að viðskiptum með bíla og með fyrirtæki sem eru í skemmtanaiðnaðnum eða þjónustu.

Dan Friedkin er að kaupa félagið að löndum sínum því bandarískir eigendur með James Pallotta í forsvari hafa átt Roma frá árinu 2012.

Á tíma James Pallotta hefur Roma endaði þrisvar í öðru sæti deildarinnar auk þess að komast alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið út Barcelona.

James Pallotta komst þá í fréttirnar fyrir að stökkva út í einn af hinum sögufrægu brunnum Rómarborgar í fagnaðarlátunum.

James Pallotta ætlaði sér að byggja nýjan völl fyrir félagið en félagið deilir nú Ólympíuleikvanginum í Róm með Lazio. Það hefur hins vegar gengið illa að fá tilskilin leyfi fyrir slíka framkvæmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×