Ronaldo enn með veiruna - missir líklega af Messi

Cristiano Ronaldo er í einangrun.
Cristiano Ronaldo er í einangrun. AFP

Cristiano Ronaldo er enn með kórónuveiruna og þar með eru afar litlar líkur á að hann geti tekið þátt í næsta leik Juventus í Meistaradeild Evrópu, sem er næsta miðvikudag gegn Lionel Messi og félögum í Barcelona.

Ronaldo greindist með veiruna í síðustu viku og hefur verið í einangrun frá þeim tíma. Skýrt hefur verið frá því að hann hafi aftur greinst með smitið. Forráðamenn Juventus hafa þó ekki gefið upp alla von um að geta notað stórstjörnuna sína í þessum mikilvæga leik og vonast til að hann komist í gegnum nýja skimun 48 tímum fyrir leikinn.

Ronaldo og Messi hafa ekki mæst í Meistaradeildinni í níu ár, enda þótt þeir hefðu háð marga hildi með Real Madrid og Barcelona í spænsku 1. deildinni um árabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert