Ótrúlegur árangur tvo daga í röð

Anton Sveinn McKee setti tvö Norðurlandamet á dögunum.
Anton Sveinn McKee setti tvö Norðurlandamet á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee lét ekki nægja að setja Norðurlandamet í sundi í Ungverjalandi um helgina. Hann setti Norðurlandamet tvo daga í röð.

Norðurlandaþjóðirnar hafa í gegnum áratugina átt sterkt sundfólk. Fyrir vikið hefur ekki mörgum Íslendingum tekist að setja Norðurlandamet í sundi. Samkvæmt bókhaldi Morgunblaðsins eru það þau Guðjón Guðmundsson, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Örn Arnarson, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton sem hafa náð því.

Forvitnilegt væri að vita hvort einhver annar íslenskur íþróttamaður hafi sett Norðurlandamet tvo daga í röð. Mér finnst það ólíklegt en svo sem ekki útilokað. Það gæti mögulega hafa gerst í frjálsum en erfitt að giska á slíkt út í loftið.

Anton keppir nú í atvinnumannadeild í Ungverjalandi eins og fram kom í blaðinu í síðustu viku. Þar er keppt í liðakeppni og er keppnisfyrirkomulagið sett fram þannig að aðlaðandi sé fyrir sjónvarpsáhorfendur.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert