Seinni tíma vandamál

Elín Metta Jensen og liðsfélagar hennar í Val fá Glasgow …
Elín Metta Jensen og liðsfélagar hennar í Val fá Glasgow City í heimsókn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum búnar að fara mjög vel yfir þetta skoska lið og þessi leikur gegn þeim leggst bara mjög vel í mig,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji knattspyrnuliðs Vals, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Valskonur taka á móti Glasgow City í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu á Hlíðarenda í dag en Valur vann 3:0-sigur gegn HJK frá Finnlandi í 1. umferð keppninnar á Hlíðarenda 4. nóvember.

„Við fundum það eftir síðustu landsliðsferð að þjálfurunum fannst óþægilegt að fá svona knappan undirbúning með öllum hópnum. Undirbúningurinn fyrir þennan leik hefur verið allt öðruvísi og meira í líkingu við þá rútínu sem við vorum komnar í í sumar og það hentar okkur mjög vel,“ sagði Elín sem hefur leikið þrjá Evrópuleiki á ferlinum.

Valskonur hófu undirbúning fyrir Íslandsmótið 2020 í nóvember á síðasta ári og tímabilið því orðið ansi langt á Hlíðarenda.

„Það eru kostir og gallar við þetta eins og allt annað. Það eru ákveðin forréttindi að geta hitt fólk, hreyft sig og svo auðvitað spilað fótbolta. Á sama tíma þurfa allir sitt frí líka og það hefur vissulega verið mikið að gera hjá mér að undanförnu.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert