Athyglisverður riðill Íslendingaliða í Meistaradeildinni

Glódís Perla Viggósdóttir er leikmaður Bayern München.
Glódís Perla Viggósdóttir er leikmaður Bayern München. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það eru Íslendingar á mála hjá öllum liðum D-riðils Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu, sem dregið var í fyrr í dag.

Í honum eru Bayern München, Lyon, Häcken og Ben­fica.

Með Þýskalandsmeisturum Bayern München leika landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er leikmaður Lyon, sem hafa unnið Meistaradeildina oftast allra liða, sjö sinnum. Hún er hins vegar barnshafandi og verður því að öllum líkindum ekkert með í riðlakeppninni fyrir áramót.

Diljá Ýr Zomers er leikmaður ríkjandi Svíþjóðarmeistara Häcken.

Þá er Cloé Eyja Lacasse, sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2019, leikmaður Portúgalsmeistara Benfica.

D-riðill:

Bayern München

Lyon

Häcken

Ben­fica

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert