Ferðuðust frá Dallas til Burnley fyrir frestaðan leik

Svona leit Turf Moor út um eitt leytið í dag.
Svona leit Turf Moor út um eitt leytið í dag. AFP

Heppnin var ekki beint með bandarískum hjónum frá Dallas í Texas þegar þau ferðuðust í 31 klukkustund frá Bandaríkjunum til þess að sjá leik Burnley og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla.

Leiknum, sem átti að hefjast klukkan 14 í dag, hefur verið frestað vegna gífurlegrar snjókomu í Burnley. Turf Moor, heimavöllur Burnley, er ónothæfur vegna þykks lags af snjó sem er á honum.

„Frá Dallas til London til Burnley. 31 klukkustund, enginn svefn og knúin áfram af kaffi, ostakexi og meira kaffi.

Ísköldu veðri og snjó spáð fyrir leikinn. Það sem maður gerir ekki þegar maður elskar félagið sitt,“ skrifaði stuðningsmaður að nafni Ken á twitteraðgangi sínum í gær þegar hann var á leið frá London til Burnley ásamt eiginkonu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert