Innlent

Jóhannes uppljóstrari verðlaunaður í Svíþjóð

Samúel Karl Ólason skrifar
Jóhannes Stefánsson.
Jóhannes Stefánsson.

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, fékk sjálfbærnisverðlaun Gautaborgar í dag, sem kallast Win Win. hann fékk um fimmtán milljónir króna í verðlaunafé.

Verðlaunin eru árleg og er ákveðið þema við hverja verðlaunaafhendingu. Að þessu sinni var þemað spilling.

Jóhannes hætti störfum hjá Samherja í desember 2016. Hann segist hafa hætt en forsvarsmenn fyrirtækisins segja hann hafa verið rekinn fyrir að misfara með fé og óforsvaranlega hegðun. Í kjölfar starfslokanna uppljóstraði hann um starfsemi Samherja í Namibíu og veitti Wikileaks mikið magn gagna, sem fengu nafnið Fishrot Files.

Gögnin varpa ljósi á það sem fram kom í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjamálið í byrjun nóvember; hvernig Samherji eigi að hafa beitt sér með ólöglegum og ólögmætum hætti til að sölsa undir sig gjöful fiskimið undan ströndum Namibíu.

Í ræðu sinni er hann tók við verðlaununum í dag sagðist Jóhannes þakklátur og sagði að verðlaunin og viðurkenningin hefðu mikla þýðingu fyrir sig persónulega og þá sem standa við bakið á honum. Það væri ekki algengt að uppljóstrarar fengu verðlaun sem þessi.

Hér að neðan má sjá þegar Jóhannes fékk verðlaunin, ræðu hans og svör við spurningum um það sem hann gerði. Meðal þess sem hann sagði í svörum sínum var að hann vildi sjá Samherja endurgreiða namibísku þjóðinni.


Tengdar fréttir

Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar

Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins.

Samherji tilkynntur til lögreglu í Færeyjum

Færeysk skattayfirvöld hafa innheimt 17 milljónir danskra króna frá dótturfélagi íslenska útgerðarfélagsins Samherja, sem eru andvirði um 340 milljóna íslenskra króna.

Þorsteinn Már kærir Jóhannes vegna „fullyrðinga um tilraun til manndráps“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur lagt fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á hendur Jóhannesi Stefánssyni uppljóstrara fyrir „rangar sakargiftir vegna fullyrðinga um tilraun til manndráps og frelsissviptingar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja nú síðdegis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×