Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðunar verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag.

Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Móðir manns sem glímir við fíkniefnavanda hefur undanfarna daga keyrt út um allan bæ og fengið lyf hjá ókunnugu fólki við fráhvörfum sonar síns. Við ræðum við hana en hún gagnrýnir heilbrigðiskerfið harkalega og segir engan grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem tekist hefur verið á um verðbólguna sem er nú í hámarki. Stjórnarandstaðan og Neytendasamtökin hafa sakað stjórnvöld um að bera mikla ábyrgð og kynda undir verðbólguna með ýmsum hækkunum á gjöldum.

Þá kynnum við okkur áhugaverðan úrskurð mannanafnanefndar sem hefur tekið fyrir notkun á nafninu Kisa og kíkjum á Dalvík – sem er reyndar orðin að bænum Ennis í Alaska á meðan upptökur á þáttaröðinni True Detective standa yfir.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×