Stærstu vefsíður heims lágu niðri

Stærstu fréttamiðlar heims liggja niðri.
Stærstu fréttamiðlar heims liggja niðri. AFP

Um tíuleytið í dag kom upp bilun hjá netflutningsaðilanum Fastly sem hafði áhrif á margar stærstu vefsíður heims.

Meðal þess sem lá niðri sökum þessa voru vefur breskra stjórnvalda gov.uk, fréttaveitur á borð við BBC, CNN, New York Times og svo var skert virkni hjá ýmsum netrisum á eins og Twitter, YouTube, Twitch og Reddit. 

Áhrif á íslenska fréttamiðla virtust ekki hafa verið nein en um stund lá vefurinn Ísland.is niðri.

Bilunin kom upp klukkan 10 eins og fyrr segir og var að mestu komin í lag skömmu fyrir klukkan ellefu. Í yfirlýsingu frá Fastly segir að búið sé að bera kennsl á vandann og að hann hafi verið lagaður. 

Þetta er það sem blasti við þegar margir stærstu netmiðlar …
Þetta er það sem blasti við þegar margir stærstu netmiðlar heims voru heimsóttir klukkan 10 í morgun. Skjáskot/BBC
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert