Innflytjendum bjargað eftir sjóslys

Hópurinn var fluttur til Miami.
Hópurinn var fluttur til Miami. AFP

Bandarísk yfirvöld björguðu 25 innflytjendum úti fyrir Púerto Ríco á fimmtudag eftir að bátur hópsins strandaði. 

Talsmaður Landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir að báturinn hafi strandað um 16 kílómetra norður af Desecheo-eyju, sem er óbyggð eyja sem tilheyrir Bandaríkjunum og staðsett er á milli Púerto Ríco og Dóminíska lýðveldisins. 

„25 innflytjendum, flestir frá Haítí eða Dóminíska lýðveldinu, var bjargað,“ segir í yfirlýsingu frá yfirvöldum. 

Skömmu fyrir hádegi að staðartíma kom þyrla Landamæraeftirlits Bandaríkjanna auga á bátinn úr lofti. Farþegarnir voru þá á floti umhverfis skipsbrakið, flestir án björgunarvesta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert