Fyrirliði West Ham yfirgefur liðið líklega í sumar

Rice í leik West Ham gegn Tottenham í síðasta mánuði.
Rice í leik West Ham gegn Tottenham í síðasta mánuði. AFP/Ian Kington

Enski miðjumaðurinn Declan Rice, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins West Ham, mun líklega yfirgefa liðið í sumar en þessi 24 ára gamli leikmaður hefur verið eftirsóttur af stórliðum undanfarin ár.

Rice á að baki 193 leiki í ensku úrvalsdeildinni, alla fyrir West Ham, en hann kom til félagsins úr akademíu Chelsea. Hann hefur verið orðaður við Chelsea en einnig Manchester United og fleiri lið undanfarin ár.

Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá því í kvöld að gert væri ráð fyrir því að Rice yfirgæfi West Ham í sumar. Gengi liðsins í vetur hefur verið langt undir væntingum og nú er talið of erfitt fyrir félagið að halda í leikmanninn. Romano segir Chelsea og Arsenal vera áhugasöm.

Rice á að baki 39 landsleiki fyrir England en hann hefur verið í algjöru lykilhlutverki á miðsvæðinu undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert