Vinnumálastofnun barst tvær tilkynningar um hópuppsagnir í janúar þar sem 261 starfsmanni var sagt upp störfum. Þar af voru 244 í flutningum og 17 í annarri heilbrigðisþjónustu.

Í tilkynningu á vef Vinnumálastofnunar segir að flestar uppsagnirnar komi til framkvæmda á tímabilinu mars til júní 2023.

Ekki er tekið fram hvaða félög stóðu að baki uppsögnunum. Viðskiptablaðið sagði frá því að heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefði sagt upp 26 starfsmönnum, bæði á Íslandi og erlendis, í síðustu viku.

Til að setja fjöldann í samhengi á þá barst Vinnumálastofnun á öllu síðasta ári sex tilkynningar um hópuppsagnir þar sem 229 manns var sagt upp störfum.