Bjarg á stærð við fólksbíl valt úr hlíð

Cécile Ducrocq, doktorsnemi við HÍ, ásamt grjóthnullungnum stóra.
Cécile Ducrocq, doktorsnemi við HÍ, ásamt grjóthnullungnum stóra. Ljósmynd/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands

Bjarg á stærð við lítinn fólksbíl valt niður úr hlíð í Móhálsadal, milli Sveifluháls og Núpshlíðar, þegar skjálfti að stærð 5,6 varð í Núpshlíð um miðjan daginn í gær. Nokkuð var um grjóthrun í dalnum, að því er fram kemur í færslu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands á Facebook. 

Nokkuð var um grjóthrun í dalnum.
Nokkuð var um grjóthrun í dalnum. Ljósmynd/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands

Starfsfólk Jarðvísindastofnunar fór um upptakasvæði jarðskjálftans til að mæla jarðskorpuhreyfingar sem höfðu orðið í skjálftanum með GNSS-tækni og til að sinna síritandi mælitækjum á svæðinu. Jarðvísindastofnun biður fólk um að fara varlega enda gæti hrunið frekar úr hlíðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert