Fótbolti

Sjáðu mörkin er Inter lagði erki­fjendurna og náði fjögurra stiga for­ystu á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Inter höfðu góða ástæðu til að fagna í dag.
Leikmenn Inter höfðu góða ástæðu til að fagna í dag. Mattia Ozbot/Getty Images

Inter Milan er með fjögurra stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á fjendum sínum í AC Milan í dag.

Fyrir leikinn var reiknað með hörku leik en AC Milan hefur verið á toppnum nær allt tímabilið. Það hefur svo sannarlega snúist við og stefna lærisveinar Antonio Conte hraðbyr á titilinn núna. 

Sigur dagsins var í öruggari kantinum en Inter komst yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Lautaro Martinez skallaði þá fyrirgjöf Romelu Lukaku í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik en Martinez bætti við öðru marki þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Lukaku bætti svo við þriðja marki Inter tíu mínútum síðar og þar við sat, lokatölur 3-0. Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Mörkin úr toppslagnum

Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×