Innlent

Stóð á gígbarminum og veifaði til farþega í þyrluflugi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn klöngraðist eftir gígbarminum.
Maðurinn klöngraðist eftir gígbarminum. Skjáskot

Ferðalangur lagði sig í töluverða hættu í dag þegar hann klöngraðist upp á gígbarm eldgossins við Fagradalsfjall í dag.

Í myndbandi sem farþegi í þyrluflugi Þyrluþjónustunnar Heló tók síðdegis í dag má sjá hvernig umræddur ferðalangur hafði komið sér upp á mjóan gígbarminn, þar sem hann virti fyrir sér gíginn stóra.

Klippa: Maður gekk upp á ystu nöf gígbarmsins

Á einum tímapunkti virðist eins og maðurinn veifi farþegum þyrluflugsins. Ljóst er að maðurinn hefur lagt á sig töluvert erfiði við að komast upp á gígbarminn, sem er í brattari kantinum.

Ítrekað hefur verið varað við hættunni sem fylgir því að ganga á hrauninu við eldgosið, sem legið hefur að mestu niðri frá 18. september síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði

Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi.

Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi

Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×