Garðar aftur til Skagamanna

Garðar Gunnlaugsson í leik með ÍA gegn Grindavík árið 2017.
Garðar Gunnlaugsson í leik með ÍA gegn Grindavík árið 2017. mbl.is/Golli

Garðar Bergmann Gunnlaugsson er kominn aftur í leikmannahóp Skagamanna í fótboltanum eftir að hafa spilað með hinu Akranesliðinu, Kára, í 2. deildinni undanfarin tvö ár.

Gengið var frá félagaskiptum Garðars úr Kára í ÍA í dag og Skagamenn skýrðu frá því á Twitter að hann væri kominn aftur.

Garðar er 39 ára  gamall og á langan feril að baki. Hann lék síðast með Val í úrvalsdeildinni tímabilið 2019 en spilaði í sjö ár þar á undan með ÍA, eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku.

Fyrst lék hann hinsvegar með meistaraflokki ÍA átján ára gamall árið 2001. Garðar hefur skorað 58 mörk í 162 úrvalsdeildarleikjum með ÍA og Val en hann lék sem atvinnumaður í Skotlandi, Svíþjóð, Búlgaríu, Austurríki og Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert