Tottenham hefur áhuga á Jota, leikmanni Al Ittihad í Sádi-Arabíu. Mirror segir frá þessu.
Jota gekk í raðir Al Ittihad frá Celtic í sumar en hefur ekki verið í stóru hlutverki í Sádí og verið orðaður við brottför.
Þá er hann einn af níu erlendum leikmönnum hjá Al Ittihad en samkvæmt reglum sádiarabísku deildarinnar mega aðeins átta vera í hóp.
Tottenham hyggst nýta sér þetta til að reyna að krækja í Jota en Ange Postecoglu starfaði með leikmanninum hjá Celtic er hann var stjóri þar.
Jota heillaði hjá Celtic og skoraði 27 mörk á tveimur tímabilum þar.