Leikkona úr Addams-fjölskyldunni látin

Lisa Loring, sem fór fyrst með hlutverk Wednesday Addams árið …
Lisa Loring, sem fór fyrst með hlutverk Wednesday Addams árið 1964, er látin. Samsett mynd

Leikkonan Lisa Loring, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem Wednesday Addams í sjónvarpsþáttunum um Addams-fjölskylduna frá árinu 1964, er látin, 64 ára að aldri.

Vanessa Foumberg, dóttir leikkonunnar, staðfesti það við Variety að móðir hennar hefði látist hinn 28. janúar síðastliðinn á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið heilablóðfall.

Loring var fyrsta leikkonan til að leika eftirminnilegt hlutverk Wednesday Addams, þá aðeins sex ára gömul. Tökur á þáttunum stóðu yfir á árunum 1964 til 1966, en Loring fór einnig með hlutverk Wednesday í kvikmyndinni Halloween with the New Addams Family árið 1977.

Addams-fjölskyldan.
Addams-fjölskyldan. Ljósmynd/imdb.com

Hlutverkinu enn fagnað í dag

Í yfirlýsingu um andlát leikkonunnar tók fulltrúi Loring fram að hún hefði verið ástrík móðir, amma og vinkona sem hafði ótrúlegar sögur að segja. „Hún blés lífi í eina af þekktustu persónum í sögu Hollywood sem enn er fagnað í dag. Lisa elskaði að deila minningum sínum og hitta aðdáendur sína um allan heim. Hennar verður sárt saknað.“

Loring setti án efa fordæmi fyrir aðrar leikkonur sem hafa farið með hlutverk Wednesday, en leikkonan Jenna Ortega fór síðast með hlutverkið í hinum geysivinsælu Netflix-þáttum Wednesday. Í desember síðastliðnum sagðist Ortega hafa heiðrað Loring í danssenu sinni í þáttunum sem gerði allt vitlaust. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav