Marokkó og Gínea byrja á naumum sigrum

Sofiane Boufal (t.h.) fagnar sigurmarki sínu fyrir Marokkó í dag.
Sofiane Boufal (t.h.) fagnar sigurmarki sínu fyrir Marokkó í dag. AFP

Marokkó vann Gana með minnsta mun í fyrsta leik C-riðils Afríkumótsins í knattspyrnu í dag. Á sama tíma vann Gínea einnig nauman sigur á Malaví í B-riðlinum.

Marokkó var meira með boltann í leiknum en báðum liðum gekk illa að skapa sér dauðafæri lengst.

Besta færi Marokkó í fyrri hálfleiknum fékk Romain Saiss skömmu fyrir leikhlé þegar hann skallaði boltann yfir markið úr fínu færi eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu.

Joseph Paintsil átti þá got skot fyrir utan teig á 73. mínútu en Bono í marki Marokkó varði vel.

Vængmaðurinn leikni Sofiane Boufal skoraði sigurmark Marokkó á 83. mínútu þegar hann í vítateignum fylgdi eftir skoti sem Joseph Wollacott í marki Gana hafði varið.

1:0 því lokatölur og Marokkó á toppi C-riðils með þrjú stig.

Í kvöld mætast Kómorós og Gabon í hinum leik riðilsins.

Í leik Gíneu og Malaví skoraði Issiaga Sylla sigurmark Gíneu á 35. mínútu eftir að hafa fengið góða sendingu til hliðar í vítateignum frá José Kanté og klárað vel.

1:0 sömuleiðis lokatölur í þeim leik og Gínea er búið að jafna Senegal að stigum í B-riðlinum, en Senegal lagði Simbabve einnig 1:0 fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert