Hvernig á að eignast Mjölni í Ark

Úr aukapakkanum Fjordur í Ark: Survival Evolved.
Úr aukapakkanum Fjordur í Ark: Survival Evolved. Grafík/Wildcard

Í aukapakkanum Fjordur í tölvuleiknum Ark: Survival Evolved er hægt að eignast sérstakan Mjölnisbúning fyrir sverðið sitt, en það er nokkuð löng röð verkefna sem þarf að klára til þess.

Áður en hægt er að eignast Mjölni þurfa leikmenn að vera komnir í reynsluþrep 190 að lágmarki og hafa sigrast á öllum endakörlum sem verðlauna með ascension.

Þar að auki þurfa leikmenn að eiga Tek-sverð, en hér að neðan má finna leiðbeiningar til þess að eignast Mjölni.

Rúnir og rúnasteinar

Þegar komið er upp í 190. reynsluþrep, búið er að sigrast á tilteknum endakörlum og leikmaður hefur komið sér upp um Tek-sverð, þarf hann að finna 200 Fjordur-rúnir auk fjölda rúnasteina.

Hægt er að safna rúnasteinum með því að sigrast á Alpha-skrímslum, sem eru auðfinnanleg þar sem þau eru merkt Alpha í nafninu sínu. Eftir það þurfa leikmenn að kalla fram þrjá smærri endakarla og sigrast á þeim, en það kostar 30 rúnasteina til þess að kalla hvern fram.

Stærri og smærri endakarlar

Smærri endakarlarnir þrír sem þarf að sigrast á eru Haiti og Skoll, Steinbjorn og Beyla. Áður en bardagi hefst er mikilvægt að vera vel undurbúinn og búinn búnaði sem ræður vel við kulda, eins og loðfeld eða skinni.

Í framhaldi þarf að sigrast á þremur Alpha-endakörlum, þar á meðal Alpha Fenri. Þegar komið er að staðsetningum endakarlanna má finna flugstöð sem gerir leikmönnum kleift að ferðast til ákveðinna staða. Mikilvægt er að velja Alpha til þess að geta síðar barist við Fenri og eignast Mjölni.

Endakarlana er að finna í Dragon, Broodmother og Megapithecus og hver þeirra veitir þrjá safngripi sem þarf til þess að búa til gáttina að Fenri.

Opna gáttina og ráðist í bardaga

Þegar búið er að sigrast á öllum þremur endakörlunum þurfa leikmenn að ferðast til einna af mörgum fljótandi rúnum í himninum til þess að búa til gáttina að Fenri.

Bardaginn við Fenri er krefjandi en ekki ómögulegur, svo mælt er með því að undirbúa sig vel áður en farið er inn um gáttina. Eftir sigurinn á Fenri geta leikmenn fengið engram af Tek-sverðinu í Mjölnisbúning. 

Hægt að svindla

Hinsvegar er hægt að komast framhjá þessu öllu saman með því að notast við svindl, en þá ýta leikmenn á tab-takkann á PC-tölvunni sinni og skrifa Gfi mjolnir 1 0en við það birtist Mjölnir í bakpokanum og klár í notkun.

Nánari leiðbeiningar og staðsetningar má finna í grein hjá PCGamer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert