Lykillinn er endalaus barátta

Keflvíkingar fögnuðu sætum sigri í kvöld.
Keflvíkingar fögnuðu sætum sigri í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Anita Lind Daníelsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, stóð sig býsna vel í leik Keflavíkur og Selfoss í kvöld. Leiknum lauk með sigri Keflavíkur 1:0.

Aníta stóð eins og klettur í miðju varnarinnar hjá Keflavíkurliðinu og stýrði varnarleiknum vel. Hún var mjög kát þegar við náðum af henni tali eftir leikinn:

„Ég er mjög stolt af liðinu fyrir að vera rólegar og spila okkur inn í leikinn og ná síðan þessu geggjaða marki,“ sagði Anita Lind við mbl.is.

„Lykillinn að þessum sigri er endalaus barátta og við hættum aldrei. Þetta var sanngjarn sigur. Við náðum loksins að spila vel, halda boltanum og eiga almennilegan leik loksins og þetta er veganesti sem við tökum heldur betur með okkur í næsta leik,“ sagði Aníta Lind Daníelsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert