Kóngar og drottningar í Sandkastalanum

Sigurvegarar í strandblaki Reykjavíkurleikanna 2023.
Sigurvegarar í strandblaki Reykjavíkurleikanna 2023. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Keppt var í öðru sinni í strandblaki á Reykjavíkurleikunum, Reykjavik International Games, í gær en mótið var haldið í aðstöðu Sandkastalans.

Strandblaksmótið er hraðmót þar sem keppt er um kónga og drottningar vallarins. Undanriðlar fóru fram fyrr um daginn, en í úrslitum tóku fimm lið þátt í úrslitum og eftir hverjar 15 mínútur datt stigalægsta liðið út.

Í lokahrinunni voru þrjú lið sem kepptu til úrslita um titilinn kóngarnir eða drottningar vallarins. Boltinn er nánast allan tímann í leik og því er mikið um að vera á meðan leik stendur.

Úrslit í kvennaflokki:
1. Linda Persson og Charlotta Björk Steinþórsdóttir
2. Birna Eiríksdóttir og Fanný Yngvadóttir
3. Ásthildur Gunnarsdóttir og Brynja María Ólafsdóttir

Úrslit í karlaflokki:
1. Oscar Fernandez Celis og Zdravko Kamenov Jivkov
2. Benedikt Tryggvason og Lúðvík Már Matthíasson
3. Karl Sigurðsson og Matthías Haraldsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert