fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Króatía í 8-liða úrslit eftir fyrstu vítaspyrnukeppnina í Katar – Markvörðurinn hetjan

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 5. desember 2022 17:43

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japan og Króatía mættust í fyrri leik dagsins í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar.

Fyrri hálfleikur var lengi vel markalaus en Japanir ógnuðu meira fram á við. Þeir komust nokkuð verðskuldað yfir á 43. mínútu þegar Daizen Maeda kom boltanum í markið eftir hornspyrnu.

Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik jafnaði Ivan Perisic hins vegar fyrir Króata með flottu skallamarki.

Það gerðist ekki mikið meira markvert í venjulegum leiktíma þó Króatar hafi gert sig aðeins líklegri. Staðan eftir hann var 1-1 og gripið til framlengingar.

Þar var ekkert skorað og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram.

Dominik Livakovic varði þar þrjár vítaspyrnur fyrir Króata og fara þeir áfram í 8-liða úrslit.

Liðið fer áfram í 8-liða úrslit. Þar verður andstæðingurinn annað hvort Brasilía eða Suður-Kórea. Þau mætast í kvöld klukkan 19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brighton staðfestir brottför De Zerbi

Brighton staðfestir brottför De Zerbi
433Sport
Í gær

Valinn bestur á tímabilinu en látinn fara frá Arsenal

Valinn bestur á tímabilinu en látinn fara frá Arsenal
433Sport
Í gær

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Þjálfari Chelsea gagnrýnir stuðningsmenn Manchester United – ,,Við eigum betra skilið“

Þjálfari Chelsea gagnrýnir stuðningsmenn Manchester United – ,,Við eigum betra skilið“
433Sport
Í gær

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“