Enski boltinn

Öflugur útisigur Leicester

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harvey Barnes hefur verið einn lykilmaður í góðu gengi Leicester að undanförnu. Hann skoraði eitt og lagði upp annað í dag.
Harvey Barnes hefur verið einn lykilmaður í góðu gengi Leicester að undanförnu. Hann skoraði eitt og lagði upp annað í dag. Matthew Ashton/Getty

Leicester sótti þrjú öflug stig til Birmingham er liðið vann 2-1 sigur á Aston Villa í öðrum leik dagsins í enska boltanum.

Leicester gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. James Maddison skoraði á 19. mínútu eftir sendingu Harvey Barnes.

Barnes skoraði svo sjálfur annað markið fjórum mínútum síðar og gestirnir leiddu 2-0 í hálfleik.

Heimamenn söknuðu Jack Grealish en Bertrand Traore minnkaði muninn á 48. mínútu.

Nær komust Villa menn ekki og lokatölur 1-2. Leicester er í öðru sætinu með 49 stig en Villa er í áttunda sæti með 36 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×