Jafnt í Íslendingaslagnum

Jón Dagur Þorsteinsson fagnaði 23 ára afmælinu sínu í dag.
Jón Dagur Þorsteinsson fagnaði 23 ára afmælinu sínu í dag. Ljósmynd/Robert Spasovski

Íslendingaliðin AGF og Silkeborg skildu í kvöld jöfn, 1:1, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrír Íslendingar komu við sögu í leiknum.

Mikael Anderson var í byrjunarliði AGF og hann lék fyrstu 79 mínúturnar eða þangað til Jón Dagur Þorsteinsson, félagi hans í íslenska landsliðinu, leysti hann af hólmi. Jón Dagur fagnaði 23 ára afmælinu sínu í dag. Stefán Teitur Þórðarson lék fyrri hálfleikinn með Silkeborg.

Silkeborg er í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig, einu sæti og fjórum stigum á undan AGF.

Í dönsku 1. deildinni vann Lyngby 3:0-heimasigur á Jammerbugt. Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður á 76. mínútu en Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby. Liðið er í öðru sæti með 35 stig, einu stigi á eftir toppliði Helsingör.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert