Deila við þýsk félög um landsliðsmenn í aðsigi?

Í brúnni. Guðmundur Guðmundsson, Einar Andri Einarsson og Gunnar Magnússon …
Í brúnni. Guðmundur Guðmundsson, Einar Andri Einarsson og Gunnar Magnússon fylgjast með æfingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þýsk handknattleiksfélög sem eru með íslenska landsliðsmenn í sínum röðum hafa sent Handknattleikssambandi Íslands bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um sóttvarnir hérlendis áður en þau samþykkja að hleypa þeim í landsleikina í Reykjavík í nóvember.

Ísland á heimaleiki gegn Litháen og Ísrael 4. og 7. nóvember í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni og eru níu leikmenn af þeim sautján sem Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur valið fyrir þá á mála hjá þýskum liðum, ásamt því að Guðmundur er þjálfari Melsungen. Aðstoðarmaður hans og markmannsþjálfari, Tomas Svensson, starfar hjá Magdeburg.

Forráðamenn félaganna segja að þetta sé til þess að tryggja heilsu leikmannanna gagnvart kórónuveirunni en Ísland hefur að undanförnu verið á lista Þjóðverja yfir hættusvæði vegna veirunnar.

Leikmennirnir níu eru Bjarki Már Elísson, Oddur Gretarsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson, Arnór Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason. Fleiri Íslendingar leika með þýskum félagsliðum, m.a. Alexander Petersson, en hann er úr leik í bili vegna meiðsla.

Róbert tjáði Morgunblaðinu í gær að í bréfinu kæmi fram að Þjóðverjarnir áskildu sér rétt til að gefa HSÍ svar um miðja næstu viku varðandi það hvort leikmennirnir fengju að koma í leikina.

Fréttaskýringin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert