28 látnir eftir rútuslys

Fjöldi fólks hefur ferðast á milli landshluta í Pakistan síðustu …
Fjöldi fólks hefur ferðast á milli landshluta í Pakistan síðustu daga til að verja hátíðinni með fjölskyldum sínum. AFP

Hið minnsta 28 létust í rútuslysi í Pakistan snemma á mánudagsmorgun. Um borð í rútunni var fjöldi fólks á leið heim vegna Eid al-Adha-hátíðarinnar sem múslimar halda hátíðlega. 

Slysið varð um 100 kílómetra frá borginni Multan í Punjab-héraði. 

Talsmaður stjórnvalda, Shezad ul-Islam, segir að a.m.k. 40 hafi slasast í slysinu og að búast megi við því að tala látinna eigi eftir að hækka þar sem nokkur fjöldi slasaðra sé þungt haldinn. 

Eid al-Adha er á meðal stærstu hátíða múslima. Fjölskyldur koma saman, slátra húsdýrum og deila kjötinu með fátækum. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast á milli staða í Pakistan undanfarna daga í aðdraganda hátíðarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert