Felldi 29 ára gamalt Íslandsmet

Andrea Kolbeinsdóttir.
Andrea Kolbeinsdóttir. Ljósmynd/FRÍ

Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR bætti í gær 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss. 

Andrea kom í mark á tímanum 16:46,18 mínútur á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika en fyrra metið var 17,25,35 mín. sem Fríða Rún Þórðardóttir setti árið 1994. Var þetta því mikil bæting hjá Andreu.

Það sem gerir afrek Andreu enn merkilegra er að nokkrum klukkustundum fyrir hlaupið vann hún Íslandsmeistaratitil á gönguskíðum.

Um helgina fór svo fram Raleigh Relays í Norður-Karólínu. Baldvin Þór Magnússon úr UFA bætti þar eigið Íslandsmet í 1500 metra hlaupi. Hann kom þriðji í mark á tímanum 3:40,36 en fyrra met hans var 3:40,74 sem hann setti árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert