Allir hálendisvegir eru nú orðnir færir

Kjalvegur. Á ferð við Blöndulón um síðastliðna helgi.
Kjalvegur. Á ferð við Blöndulón um síðastliðna helgi. mbl.is/Sigurður Bogi

Allir vegir á hálendinu sem eru í umsjón Vegagerðarinnar hafa nú, undir lok júlí, verið opnaðir. Hvenær vegirnir eru orðnir færir fer eftir veðurfari að vori eða í sumarbyrjun og ráða þar snjóalög mestu um opnunartíma.

Bleyta í vegum getur einnig ráðið miklu. Nú er til dæmis búið að opna Gæsavatnaleið, í Öskju og Kverfjöll, það er slóðirnar norðan Vatnajökuls.

Hlemmifæri er um Kjalveg, en vegurinn nokkuð og grýttur á kaflanum suður af Hveravöllum. Þá er mikið ryk í veginum, en staðan ætti að skána nú þegar er spáð vætu. Sprengisandur er einnig greiðfær, en mikið er lagt upp úr því að halda fjölförnustu leiðunum í góðu standi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert