Nýir ráðherrar kynntir á þriðjudag

Joe Biden.
Joe Biden. AFP

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, mun kynna fyrstu ráðherra nýrrar ríkisstjórnar á þriðjudag. Þetta staðfesti starfsmannastjóri Bidens, Ron Klain, í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC fyrr í dag. 

„Fyrstu ráðherrarnir verða kynntir á þriðjudag. Ef þið viljið fá að vita í hvaða stöður er verið að ráða verðið þið að bíða eftir því að Biden tilkynni það á þriðjudag,“ sagði Ron Klain.

Trump undrast ráðningar

Donald Trump, sitjandi forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið á Twitter í morgun. Sagðist hann undrast mjög hversu hratt Biden væri að reyna að skipa nýja ríkisstjórn. Þá sakaði hann Biden um kosningasvindl þar sem fjölmörg atkvæði Biden í hag hefðu í raun verið ólögleg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert