Grótta fór illa með KR-inga

Grótta vann sannfærandi sigur á KR.
Grótta vann sannfærandi sigur á KR. mbl.is/Arnþór Birkisson

Grótta vann afar sannfærandi 5:0-heimasigur á KR í 1. deild kvenna í fótbolta í kvöld. Arnfríður Auður Arnarsdóttir, María Lovísa Jónasdóttir og Hannah Abraham komu Gróttu í 3:0 á fyrstu 27 mínútunum.

Gróttukonur voru ekki hættar í fyrri hálfleik, því Margrét Lea Gísladóttir bætti við mörkum á 30. og 34. mínútu. Ekkert var skorað í seinni hálfleik og fimm marka sigur Gróttu var staðreynd.  

Augnablik vann 3:1-heimasigur á Fram í Fífunni. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir og Viktoría París Sabido komu Augnabliki í 2:0 í fyrri hálfleik. Eva Karen Sigurdórsdóttir minnkaði muninn á 66. mínútu, en Edith Kristín Kristjánsdóttir tryggði Augnabliki sigurinn með þriðja markinu á 76. mínútu.

Þá gerðu Grindavík og Afturelding markalaust jafntefli í Grindavík.

Staðan:

  1. Víkingur R. 12
  2. HK 10
  3. Grótta 9
  4. Fylkir 7
  5. Afturelding 5
  6. Grindavík 5
  7. Augnablik 4
  8. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir 3
  9. Fram 1
  10. KR 0
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert