Fjölnir skellti Haukum

Haiden Palmer og Aliyah Mazyck eigast við í Ólafssal að …
Haiden Palmer og Aliyah Mazyck eigast við í Ólafssal að Ásvöllum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Fjölnir vann frábæran 77:72 útisigur gegn Haukum í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í dag.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Haukar leiddu, 20:24, að loknum fyrsta leikhluta og voru áfram með fjögurra stiga forystu í leikhléi, 36:40.

Ekki minnkaði spennan því að loknum þriðja leikhluta var staðan orðin 54:56, Haukum í vil.

Haukar voru áfram með nauma forystu til að byrja með í fjórða og síðasta leikhluta og komust í 61:70 þegar tæpar fimm mínútur voru eftir.

Þá fór í hönd frábær kafli Fjölniskvenna sem sölluðu niður stigunum á meðan ekkert fór ofan í körfuna hjá Hafnarfjarðarkonum.

Haukar settu aðeins niður eina tveggja stiga körfu til viðbótar gegn 16 stigum Fjölnis og voru það því gestirnir úr Grafarvogi sem fóru að lokum með frækinn fimm stiga sigur af hólmi.

Aliyah Mazyck var stigahæst Fjölniskvenna með 24 stig. Sanja Orozovic var með tvöfalda tvennu er hún skoraði 19 stig og tók 12 fráköst.

Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst Hauka með 27 stig. Haiden Palmer samherji hennar náði tvöfaldri tvennu er hún tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Haukar - Fjölnir 72:77

Ásvellir, Subway deild kvenna, 28. nóvember 2021.

Gangur leiksins:: 9:9, 13:13, 17:16, 24:20, 27:24, 34:29, 40:31, 40:36, 42:42, 47:45, 49:49, 56:54, 63:56, 67:61, 70:71, 72:77.

Haukar: Tinna Guðrún Alexandersdóttir 27/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 14/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 9, Haiden Denise Palmer 7/14 fráköst/11 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 6/5 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 5/9 fráköst/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 4.

Fráköst: 35 í vörn, 8 í sókn.

Fjölnir: Aliyah Daija Mazyck 24/5 stoðsendingar, Iva Bosnjak 19/8 fráköst, Sanja Orozovic 19/12 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 6, Dagný Lísa Davíðsdóttir 4/9 fráköst, Margret Osk Einarsdottir 3, Emma Hrönn Hákonardóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Jóhann Guðmundsson, Friðrik Árnason, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 67

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert