Lagði upp í stórsigri gegn Roma

Alfons Sampsted lét að sér kveða í stórsigri gegn Roma.
Alfons Sampsted lét að sér kveða í stórsigri gegn Roma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alfons Sampsted lagði upp þriðja mark Bodö/Glimt þegar liðið vann 6:1-stórsigur gegn Roma í C-riðli Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu í Noregi í kvöld.

Alfons var í byrjunarliði norska liðsins og lék allan leikinn í hægri bakvarðastöðunni en Bodö/Glimt er í efsta sæti riðilsins með 7 stig, Roma er með 6 stig, CSKA Sofia með 1 stig og Zorya án stiga.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Fannar Baldursson voru báðir í byrjunarliði Köbenhavn sem tapaði 1:2 gegn PAOK í Danmörku í F-riðlinum.

Ísak fór af velli á 74. mínútu en Andra Fannari var skipt af velli í hálfleik. Hákon Arnar Haraldsson var ónotaður varamaður hjá Köbenhavn og Sverrir Ingi Ingason er enn frá vegna meiðsla hjá PAOK.

PAOK er í efsta sæti riðilsins með 7 stig, Köbenhavn er með 6 stig, Slovan Bratislava er með 1 stig og Lincoln Red Imps án stiga.

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Köbenhavn.
Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Köbenhavn. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert