Brjálaður Mourinho: Mun aldrei vinna með honum aftur

José Mourinho fylgist með portúgölskum kappakstri.
José Mourinho fylgist með portúgölskum kappakstri. AFP/Patricia De Melo

Knattspyrnustjórinn José Mourinho er allt annað en sáttur með yfirmann íþróttamála hjá ítalska félaginu Roma Tiago Pinto. 

Mour­in­ho var rek­inn frá Roma í byrj­un árs eft­ir slakt gengi á tíma­bil­inu, en und­ir stjórn Portú­gal­ans komst Roma í tvo úr­slita­leiki í Evr­ópu­keppn­um og vann Sam­bands­deild­ina.

Hann var hins veg­ar stöðugt í press­unni vegna slæmr­ar hegðunar á hliðarlín­unni og þá var sam­band hans við fé­lagið lengi brot­hætt. Pinto og Mour­in­ho rif­ust mikið á meðan á sam­starfi þeirra stóð.

Pinto tjáði sig síðan við Sky á Ítalíu að það hafi verið ómögulegt að vinna með manni eins og Mourinho. 

Þessi ummæli gerðu Mourinho mjög reiðan en í viðtali við Corriere della Sera sagði Portúgalinn að hann hafi engan áhuga á viðtölum Pinto. 

„Ég eyði tíma mínum ekki í hann. Ég hef engan áhuga á viðtölum hans. Mun ég einhvern tímann vinna með Pinto aftur? Alls ekki,“ sagði harðorður Mourinho. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert