Endurgerð Tony Hawk 3 og 4 á hillunni

Tony Hawk's Pro Skater 1&2 var endurunninn og gefinn út …
Tony Hawk's Pro Skater 1&2 var endurunninn og gefinn út árið 2020. Grafík/Activision Blizzard

Hjólabrettaleikurinn Tony Hawk's Pro Skater hefur notið mikilla vinsælda í gegnum árin. Fyrir tveimur árum síðan voru fyrstu tveir leikirnir endurgerðir og gefnir út af Blizzard og Vicarious Vision góðum árangri.

Það stóð til að endurgera þann þriðja og fjórða líka, en samkvæmt hjólabrettasnillingnum sjálfum, Tony Hawk, hefur verkefnið verið sett á hilluna.

Gleypt eftir sameiningu

Í beinni útsendingu á Twitch segir Hawk að verkefnið hafi verið sett á hilluna eftir að Blizzard og Vicarious Visions sameinuðust.

Hawk segir planið hafa verið að gefa út fleiri endurgerðir af hjólabrettaleiknum alveg fram að útgáfudegi endurgerðar eitt og tvö.

„Síðan var Vicarious gleypt, og þá fór Blizzard að leita að öðrum þróunaraðilum. Og þá var þetta búið,“ sagði Hawk á Twitch.

Treystu engum eins og Vicarious

Vicarious Visions var því ekki lengur í myndinni og reyndi þá Blizzard að ráða annað framleiðsluver til þess að endurgera Tony Hawk's Pro Skater tvö og þrjú.

„Blizzard var að reyna að finna einhvern til þess að gera þrjú og fjögur en þau bara treystu eiginlega engum eins og þau treystu Vicarous til þess að gera þetta.“

„Ég vildi óska þess að það væri einhver leið til þess að endurvekja leikinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert