Stórbætti Íslandsmetið

Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur verið á meðal fremstu kúluvarpara landsins …
Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur verið á meðal fremstu kúluvarpara landsins undanfarin ár. Ljósmynd/FRI

Frjálsíþróttakonan Erna Sóley Gunnarsdóttir stórbætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi innanhúss á Conference USA Indoor Track and Field-háskólamótinu í Birmingham í Alabama í Bandaríkjunum í gær.

Erna Sóley varpaði kúlunni 16,95 metra og bætti eigið Íslandsmet um 76 sentimetra en gamla metið setti hún í janúar 2020 á háskólamóti í Houston.

Erna sigraði í gær af miklu öryggi en næsta kast á eftir henni var 14,78 metrar að lengd.

Þá er kúluvarparinn með 29. lengsta kast ársins í Evrópu á tímabilinu en hún náði lágmarki fyrir EM 2023 sem fram fer í Bergen í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert