New York færðist nær úrslitakeppninni

RJ Barrett átti góðan leik fyrir New York.
RJ Barrett átti góðan leik fyrir New York. AFP

New York Knicks hafði betur gegn Los Angels Clippers á heimavelli, 110:102, í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum í kvöld. New York var yfir nánast allan leikinn og vann að lokum verðskuldaðan átta stiga sigur.

RJ Barrett lék afar vel fyrir New York og skoraði 28 stig og tók 14 fráköst. Julius Randle bætti við 24 stigum. Reggie Jackson gerði 26 fyrir Clippers og Ivica Zubac 17.

New York er í 11. sæti Austurdeildarinnar með 22 sigra og 24 töp, einum sigri frá 10. sæti sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Clippers er í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með 23 sigra og 24 töp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert