Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Snjóflóð“ verðhækkana framundan

Verð­bólg­an í Banda­ríkj­un­um er sú mesta frá ár­inu 1982. Enn mæl­ist minni verð­bólga á Ís­landi, en það gæti breyst ef marka má orð for­stjóra Haga, sem boð­ar ham­far­ir í verð­hækk­un­um.

„Snjóflóð“ verðhækkana framundan
Úr Bónus Forstjóri Haga, sem rekur Bónus, varar við óviðráðanlegum verðhækkunum. Hins vegar muni Hagar vinna gegn hækkunum eftir bestu getu.

Íslenskir neytendur og húsnæðiseigendur eiga von á kjararýrnun á næstunni, ef marka má orð Finns Oddssonar, forstjóra Haga sem reka Bónus og Hagkaup, á uppgjörsfundi félagsins hans í morgun. 

Að sögn Finns eru yfirvofandi verulegar verðhækkanir sem munu „óhjákvæmilega“ leiða út í verðlagið á Íslandi. Verðbólga á Íslandi mælist nú 5,1%, en í Bandaríkjunum hefur hún náð 40 ára hátindi sínum og er orðin 7%, sú mesta frá 1982. Verðbólgan er nú orðin eitt helsta álitamálið í hagkerfinu vestanhafs.

Finnur OddssonForstjóri Haga boðar verðhækkanir.

Fjallað er um uppgjörsfundinn á vef Innherja á Vísi. Þar boðaði Finnur ástand í smásölu sem „má líkja við að standa í fjallshlíð og reyna að stöðva snjóflóð með berum höndum. Það er ekkert að fara takast“.

Þrátt fyrir þetta spá Hagar því að hagnaður félagsins verði 10 milljarðar króna reikningsárið sem lýkur í lok febrúar og hafa bréf félagsins hækkað í íslensku kauphöllinni í dag og stóð hækkunin í 1,5% í hádeginu. Þrátt fyrir yfirstandandi kreppu hefur hagnaður Haga aukist um 78% síðustu 12 mánuði. Finnur sagði jafnframt á fundinum í morgun að Hagar myndu hagræða í innkaupum, „moka skaflana og snúa þessu við um leið og hægt er“, eins og segir á vef Innherja

Verðtryggð lán hækka

Verðhækkanirnar hafa ekki einungis áhrif á þær vörur sem fólk getur keypt. Þær hafa einnig tvíþætt megináhrif á eignir húsnæðiseigenda.

Annars vegar mega þau sem tekið hafa verðtryggð lán vita að höfuðstóll lánanna mun hækka sem nemur verðbólgunni. 50 milljóna króna húsnæðislán hækkar þannig um 500 þúsund krónur fyrir hvert prósent verðbólgu, eða 2,5 milljónir króna á því ári sem verðbólgan er 5%. 

Óverðtryggð lán, sem orðið hafa algengari allt frá því að Seðlabankinn hóf stýrivaxtalækkun til að örva hagkerfið í Covid-kreppunni, hækka hins vegar ekki að höfuðstóli eins og verðtryggðu lánin. Því er eignaupptaka fasteignaeigenda með óverðtryggð lán minni.

Hins vegar eru allar líkur á því að Seðlabankinn hækki stýrivexti, sem hefur bein áhrif á breytilega vexti húsnæðislána. Þrátt fyrir að yfirgnæfandi hluti nýrra fasteignalána undanfarið hafi verið óverðtryggð eru verðtryggð húsnæðislán ennþá um helmingur allra húsnæðislána. Vaxtabreytingar á óverðtryggðum lánum hefur mun örari og meiri áhrif á mánaðarleg útgjöld fólks en hækkun verðtryggðra lána.

Eins og staðan er núna eru lægstu breytilegu óverðtryggðu vextir 3,8% hjá Gildi lífeyrissjóði, á meðan lægstu föstu vextir eru 4,7%. Verðtryggðir vextir hafa hins vegar fallið hratt og eru festanlegir til fimm ára í 1,5% hjá Íslandsbanka.

Afleiðing af faraldrinum

Orsakir verðhækkana hélendis sem erlendis liggja í því að aðfangakeðjan hefur rofnað vegna lokana sem ætlað er að hamla útbreiðslu Covid-19. 

Vonast er til þess að verðhækkanirnar verði skammvinnar og jafnframt að núverandi bylgja omicron-afbrigðis kórónaveirunnar muni víðast hvar ná hátindi sínum á næstu dögum eða vikum og framkalla hjarðónæmi gegn öðrum afbrigðum.

Fleira en innkaupaverð byrgja hefur hins vegar áhrif á verðlag hér á landi. Þannig getur styrking krónunnar til dæmis vegið upp á móti hækkandi verðlagi. Þrátt fyrir að verðbólgan verði skammvinn mun hækkun verðtryggðra húsnæðislána hins vegar ekki ganga til baka og um leið óljóst hvar stýrivextir Seðlabankans enda, en þeir eru sögulega í lágmarki hér á landi.

Verðbólgan framundan getur því haft tvíþætt áhrif á kjör almennra neytenda, þótt þau virðist hafa lítil neikvæð áhrif á hækkandi hlutabréfaverð, sem í kauphöllinni hérlendis hefur risið um 26% síðasta árið í miðri covid-kreppunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
7
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
9
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Námsgögn í framhaldsskólum
10
Aðsent

Hólmfríður Árnadóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir

Náms­gögn í fram­halds­skól­um

Hólm­fríð­ur Sig­þórs­dótt­ir og Hólm­fríð­ur Jennýj­ar Árna­dótt­ir skrifa um stöðu mála í náms­gagna­gerð fyr­ir fram­halds­skóla lands­ins. Í flest­um náms­grein­um er náms­gagna­kost­ur fram­halds­skól­anna kom­inn til ára sinna og telja höf­und­ar nauð­syn­legt þess að rík­ið ráð­ist í sér­stakt átak í náms­gagna­út­gáfu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
5
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár