Tékkland og Portúgal á leið í umspilið fyrir EM

Íslendingar og Svíar komust áfram úr riðli Íslands í undankeppninni. …
Íslendingar og Svíar komust áfram úr riðli Íslands í undankeppninni. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Elín Metta Jensen í leik gegn Svíum í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tékkland og Portúgal munu fara í umspil fyrir EM kvenna í knattspyrnu en lokakeppnin fer fram á Englandi sumarið 2022 en Ísland hefur þegar tryggt sér keppnisrétt í lokakeppninni. 

Úr D-riðli undankeppninnar fer Spánn beint á EM en Tékkland hafnaði í 2. sæti og fer í umspil. Spánn vann Pólland 3:0 í kvöld en þær pólsku hefðu þurft að vinna til að komast í umspilið en hafna í 3. sæti riðilsins. 

Úr E-riðli fer Finnland beint á EM en Portúgal náði í kvöld 2. sætinu með 2:0 útisigri á Skotlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert