Þjóðverjar eiga bestu þjálfara ársins

Julian Nagelsmann, hinn ungi þjálfari RB Leipzig, er einn þeirra …
Julian Nagelsmann, hinn ungi þjálfari RB Leipzig, er einn þeirra sem koma til greina í kjörinu á þjálfara ársins í evrópska fótboltanum 2019-20. AFP

Ljóst er að Þjóðverji verður útnefndur þjálfari ársins af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, fyrir tímabilið 2019-20 en gefið var út í dag hverjir væru í þremur efstu sætunum.

Sigurvegarinn verður síðan krýndur 1. október en þeir þrír sem fengu flest stig í kjörinu eru allir þýskir. Það eru þeir Hans-Dieter Flick, þjálfari Evrópu- og Þýskalandsmeistara Bayern München, Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, og Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig í Þýskalandi.

Hjá konunum er einn Þjóðverjinn enn í hópi þriggja efstu en það er Stephan Lerch, þjálfari Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hinir eru Frakkinn Jean-Luc Vasseur, þjálfari Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon, og Spánverjinn Lluís Cortés, þjálfari Barcelona.

Eins og áður hefur komið fram er Sara Björk Gunnarsdóttir í hópi þeirra þriggja sem fengu flest atkvæði í kjörinu á besta miðjumanni Meistaradeildar Evrópu, sem er hluti af sama kjöri hjá UEFA og Samtökum evrópskra íþróttafjölmiðla, ESM.

Fyrr í dag var opinberað hvaða leikmenn kæmu til greina sem leikmaður ársins í karla- og kvennaflokki.

Og fyrr í þessum mánuði voru birt nöfn þeirra sem koma til greina sem besti leikmaðurinn í hverri stöðu í Meistaradeild karla:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert