Sport

Dag­skráin í dag: Eitt­hvað fyrir alla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Zion Williamson og félagar eru í beinni í dag.
Zion Williamson og félagar eru í beinni í dag. Sean Gardner/Getty Images

Það má með sanni segja að það sé hátíð í bæ á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 14 beinar útsendingar á dagskrá í dag og kvöld.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.20 hefst bein útsending frá leik Sampdoria og Udinese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Klukkan 13.50 er komið að leik Monza og Sassuolo í sömu deild.

Klukkan 20.00 heldur úrslitakeppni NFL deildarinnar áfram með stórleik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals. Klukkan 23.30 er leikur San Francisco 49ers og Dallas Cowboys í sömu keppni á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 11.20 hefst leikur Barca og Bilbao Basket í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Klukkan 16.50 er komið að leik Spezia og Roma í Serie A. Þar á eftir, klukkan 19.35, er komið að stórleik Juventus og Atalanta.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.00 er Tournament of Champions-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 20.30 er leikur Miami Heat og New Orleans Pelicans í NBA deildinni í körfubolta á dagskrá.

Stöð 2 Esport

Klukkan 13.30 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í BLAST Premier. Klukkan 14.00 hefst svo fyrsti leikur dagsins. Klukkan 17.30 er næsti leikur á dagskrá.

Klukkan 21.00 er Sandkassinn á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×