Þingvallabærinn lagfærður

Verið er að endurnýja þakklæðningu hússins.
Verið er að endurnýja þakklæðningu hússins. Morgunblaðið/Guðni Einarsson

Þingvallabærinn, aðsetur þingvallanefndar, þjóðgarðsvarðar og prests, og sumardvalarstaður forsætisráðherra, verður ónothæfur næstu vikur og jafnvel mánuði, þar sem umfangsmiklar viðgerðir á þakklæðningu bæjarins standa nú yfir. Vonir standa til að verkinu verði lokið fyrir áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Verið er að endurnýja þakklæðningu hússins enda kominn tími til, að sögn Páls Þórhallssonar skrifstofustjóra skrifstofu löggjafarmála hjá forsætisráðuneytinu. Nýlega var sett klæðning utan um húsið. „Bærinn var klæddur svona til þess að verjast veðrinu,“ segir Páll.

Sveinn Bragason, verkefnastjóri fjármálasviðs forsætisráðuneytisins, segir að verkið sé unnið í góðu samstarfi við Minjastofnun enda var bærinn friðlýstur 10. nóvember 2014 af forsætisráðherra Íslands, að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands.

Bærinn var byggður sem prestsseturshús á árunum 1929-30 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert