fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Þórólfur telur ekki ástæðu til að herða aðgerðir vegna ómíkron að svo stöddu – „Erum bara svona að hinkra og bíða“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. desember 2021 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ekki ástæðu til að herða sóttvarnaaðgerðir vegna Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Enn sé mikið óljóst um eðli afbrigðisins en Þórólfur væntir þess að línur muni skýrast betur eftir um viku þegar niðurstöður fara að koma úr rannsóknum á mótefnum hvað ómirkón varðar. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni.

Þórólfur segir að þó svo að fregnir hafi borist þess efnis að Ómikrón valdi ekki alvarlegum einkennum þá sé enn of snemmt að fullyrða nokkuð um það. Margir sem hafi greinst með afbrigðið séu aðeins búnir að vera smitaðir skamma stund en oft tekur það um viku fyrir alvarleg einkenni að koma fram.

Enn sé einnig óljóst hvaða áhrif fyrri smit og bóluefni hafi á afbrigðið.

PCR-próf geti þó greint afbrigðið en virkni hraðprófa sé ekki eins góð og því hvetur Þórólfur þá sem finna til einkenna og eru veikir að drífa sig beint í PCR-próf því ekki sé hægt að fyllilega treysta niðurstöðum hraðprófa enda séu þau aðeins ætluð til að skima einkennalaust fólk sem er á leið á einhverja viðburði.

Þórólfur er þó ánægður með örvunarsprautuna og segir hana veita um 90 prósent betri virkni en sprauta númer tvö, en þó sé enn óljóst hvað verndin vari lengi.

Aðspurður um hvort hann sæi tilefni til að herða aðgerðir svaraði Þórólfur:

„Nei ekki finnst mér það. Mér finnst að það sé ekki ástæða til þess og þess vegna erum við bara svona að hinkra og bíða og fylgjast með þessu.“

En eins og margir vita hefur Þórólfur nú skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Þórólfur hefur ekkert gefið upp um efni minnisblaðsins en sagði þó í samtali við fjölmiðla fyrir helgi að ólíklegt væri að hann sæi tilslakanir í kortunum.

Að lokum sagði Þórólfur að hann væri ánægður með mætingu landsmanna í örvunarsprautuna og hvetur þá sem eiga slíkt eftir til að mæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Í gær

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki