„Pétur reynt að fá mig í nokkur ár“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir í Valstreyjunni á Hlíðarenda í dag.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í Valstreyjunni á Hlíðarenda í dag. Ljósmynd/Valur

Knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir, nýjasti liðsmaður Vals, greinir frá því að Pétur Pétursson þjálfari hafi áður reynt að fá hana til liðs við Íslandsmeistarana.

Berglind Björg skrifaði í dag undir tveggja ára samning á Hlíðarenda eftir dvöl hjá franska stórliðinu París SG.

„Pétur hefur reynt að fá mig í nokkur ár og svo hafði Valur samband þegar ég var ófrísk og vissi að ég var að koma heim.

Ég fór svo á fund með Pétri og Öddu [Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur aðstoðarþjálfara] og var alveg seld eftir það,“ sagði Berglind Björg í tilkynningu frá knattspyrnudeild Vals.

Hún eignaðist sitt fyrsta barn undir lok síðasta árs og bindur vonir við að snúa aftur á keppnisvöllinn við fyrsta tækifæri.

 „Vonandi sem fyrst. Það hefur gengið vel að æfa og svo er það bara undir Pétri komið hvenær hann vill henda mér inn á,“ sagði Berglind Björg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert