Starfsfólk og börn í sóttkví vegna smits

Leikskólinn Sólhvörf í Kópavogi.
Leikskólinn Sólhvörf í Kópavogi. Ljósmynd/Kópavogur

Kórónuveirusmit greindist í gær hjá starfsmanni leikskólans Sólhvörfum í Kópavogi. Af þeim sökum hefur leikskólanum verið lokað og starfsmenn og börn send í sóttkví.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólastjóra til foreldra.

Alls er um að ræða 112 börn og 40 starfsmenn sem eru komin í sóttkví vegna smitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka