Úr matsskýrslu Verkís

Sæbraut verði 1+1 vegur á löngum kafla í meira en tvö ár

Til að byggja Sæbrautarstokk þarf að grafa níu metra ofan í jörðina á rúmlega þrjátíu metra breiðum og kílómetralöngum kafla, þar af um fimm metra beint ofan í klöpp. Áætlað er að það þurfi 50-70 tonn af sprengiefni í framkvæmdina, sem á að taka yfir tvö ár. Samkvæmt tillögu að framkvæmdaáætlun er vonast til að hægt verði að hleypa umferð á stokkinn sem 2+2 veg í upphafi árs 2027.

Gert er ráð fyrir því að um 250 árs­verk verði unnin á nærri þriggja ára tíma­bili við bygg­ingu Sæbraut­ar­stokks, sam­kvæmt því sem fram kemur í mats­á­ætlun vegna mats á umhverf­is­á­hrifum sem Vega­gerðin og Reykja­vík­ur­borg hafa skilað inn til Skipu­lags­stofn­unar vegna fyr­ir­hug­aðrar fram­kvæmd­ar.

Ver­kís vann mats­á­ætl­un­ina, sem hægt er að gera athuga­semdir við til 5. ágúst næst­kom­andi.

Sæbraut­ar­stokk­ur­inn á að verða um kíló­metra lang­ur, frá Vest­ur­lands­vegi og norður fyrir Klepps­mýr­ar­veg. Sam­kvæmt til­lögu að áfanga­skipt­ingu verk­fram­kvæmda sem sett er fram í mats­á­ætl­un­inni stendur til að fram­kvæmdir hefj­ist í sept­em­ber 2024 og standi allt fram í júlí árið 2027.

Sæbraut­ar­stokk­ur­inn er ein fram­kvæmd­anna í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Sam­kvæmt þeirri fram­kvæmda­á­ætlun sem kynnt var við und­ir­ritun hans árið 2019 átti verkið að hefj­ast í fyrra og ljúka á þessu ári.

Grafa þarf níu metra niður

Þorra fram­kvæmd­ar­tím­ans verður umferðin um Sæbraut­ina á 1+1 vegi á þessum kíló­metra­langa kafla, en til stendur að grafa fyrir stokknum í nokkrum áföng­um. Fyrst stendur til að grafa eystri akbraut Sæbrautar alla leið niður á klöpp og byggja brú fyrir gang­andi og hjólandi umferð sunnan stokks­ins, við slaufugatna­mótin stóru á Vest­ur­lands­veg­in­um.

Nokkrar bygg­ingar sem standa við aust­ur­hlið Sæbraut­ar­innar í dag „eiga að víkja vegna breytts skipu­lags“ sam­kvæmt því sem segir í skýrsl­unni og má ætla að þær þurfi að víkja sam­fara fram­kvæmd­unum sem eru áætl­aðar í fyrsta áfanga.

Í öðrum áfanga á að flytja umferð­ina á bráða­birgða­veg sem lagður verður ofan á klöpp­ina á eystri hluta Sæbraut­ar­inn­ar. Á þessu stigi verður haf­ist verður handa við að grafa fyrir vest­ari hluta stokks­ins.

Áfangaskipting framkvæmda, eins og hún er sett fram í tillögu í matsáætlun.
Verkís

Í þriðja áfanga verks­ins á svo að full­gera vest­ari hluta stokks­ins, auk þess sem tíma­bundin brú verður byggð fyrir umferð gang­andi og hjólandi nokkru sunnar við Skeið­ar­vog.

Í fjórða áfanga verður svo umferð bíla flutt í vest­ari hluta stokks­ins og gatna­mót byggð upp við Klepps­mýr­ar­veg. Á þessu tíma­bili fram­kvæmd­anna verður sprengt og grafið fyrir eystri hluta stokks­ins og hann full­gerð­ur.

Það er svo ekki fyrr en í fimmta áfanga verks­ins sem bíla­um­ferð verður komin á báða hluta stokks­ins á 2+2 vegi. Áætlað er að það verði í jan­úar 2027, eins og til­lögur að fram­kvæmda­á­ætlun líta út.

Fram­kvæmdum á svo að ljúka síðla árs 2027 og þá á yfir­borð stokks­ins að vera frá­geng­ið.

Þurfa 50-70 tonn af sprengi­efni

Í mats­á­ætl­un­inni segir að almennt þurfi að grafa sig niður um 9 metra til þess að koma fyrir veg­stokki. Áætlað er að á þessum kafla Sæbraut­ar­innar verði um fjórir metrar af níu laus gröft­ur, en svo taki við um fimm metrar af klöpp. Enn er þó unnið að frek­ari jarð­vegs­rann­sóknum á svæð­inu.

Í skýrsl­unni segir að gert sé ráð fyrir því að hluti klapp­ar­innar verði los­aður með fleyg­un, en hluti með spreng­ing­um. Áætlað magn spreng­is­efnis sem þarf er á bil­inu 50-70 tonn.

Fram kemur í mats­skýrsl­unni að loft­hæðin í stokknum eigi að verða um 6,5 metr­ar, en heild­ar­breiddin stokks­ins verði almennt um 30 metr­ar, en þó nokkru meira við rampa að og frá Klepps­mýr­ar­vegi og Skeið­ar­vogi. Breidd stokks­ins á botni graftar verður almennt um 34 metr­ar.

Alls er ráð fyrir að losa þurfi 332.000 rúmmetra af jarð­vegs­efni á fram­kvæmda­tím­an­um, en áætl­anir gera ráð fyrir því að umfram­efnið verði keyrt á los­un­ar­staði við fram­kvæmda­svæðið – „t.d. í Sunda­höfn, Bryggju­hverfi eða Sunda­braut háð stöðu þeirra fram­kvæmda á fram­kvæmda­tíma.“

Sam­göngu­teng­ing­ar, ný byggð og úti­vist­ar­svæði ofan á stokknum

Í aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar fram til árs­ins 2024 kemur fram að meg­in­mark­mið með gerð stokka sé að bæta umhverf­is­gæðin í aðliggj­andi byggð og tengja betur saman hverfi sem eru nú aðskilin með umferð­ar­þungum stofn­braut­um. Sæbraut­ar­stokk­ur­inn mun einnig greiða götu Borg­ar­lín­unn­ar, sem á að þvera núver­andi legu Sæbraut­ar­inn­ar.

Teikning úr þeirri tillögu sem borgaryfirvöld eru að vinna með varðandi skipulag ofan stokksins.
Arkís ofl.

Ofan á stokknum og á svæð­unum sem í dag fara undir veg­helg­un­ar­svæði Sæbraut­ar­innar verður einnig hægt að skipu­leggja nýja byggð, úti­vist­ar­svæði og fleira. Borg­ar­yf­ir­völd í Reykja­vík völdu í febr­úar síð­ast­liðnum eina til­lögu um skipu­lag ofan á stokkn­um, frá Arkís og fleirum, til þess að vinna áfram með í kjöl­farið á því að ráð­ist var í hug­mynda­leit, þar sem fimm teymi settu fram til­lögur sínar að skipu­lagi í kringum stokk­inn.

Til­­lögur tey­­manna fimm gerðu allar ráð fyrir því að ofan á stokknum og til hliðar við hann gæti orðið tals­vert mikið magn bæði íbúð­­ar- og atvinn­u­hús­næðis eða umfangs­­mikil græn svæði, auk teng­i­­stöðvar fyrir Borg­­ar­línu, sem á að verða þunga­miðja í nýrri Voga­­byggð.

Leið­rétt­ing: Í fyrstu útgáfu frétt­ar­innar mis­rit­að­ist að verk­fræði­stofan Efla hefði unnið mats­á­ætl­un­ina sem hér er til umfjöll­un­ar. Hið rétta er að Ver­kís vann mats­á­ætl­un­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent