Leggur landsliðsskóna á hilluna

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Arnór Þór Gunnarsson.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Arnór Þór Gunnarsson. AFP

Handknattleiksmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir langan og farsælan feril þar sem hann tók þátt á níu stórmótum.

Hann var í 35 manna æfingahópi Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara fyrir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar, sem var tilkynntur í gær.

Arnór Þór sagði hins vegar í samtali við Akureyri.net í dag að hann yrði ekki með á mótinu nema svo ólíklega vildi til að allir hinir þrír örvhentu hornamennir í æfingahópnum gætu ekki tekið þátt á mótinu.

Því væru allar líkur á ferli Arnórs Þórs með landsliðinu væri lokið.

„HSÍ spurði hvort ég væri tilbúinn að vera á 35 manna listanum og ég samþykkti það; ef svo ólíklega vildi til að allir hinir þrír hægri hornamennirnir meiddust eða heltust einhverra hluta vegna úr lestinni í miðju móti þá gæti ég hjálpað til, en gef að öðru leyti ekki kost á mér fyrir mótið,“ sagði hann við Akureyri.net.

Þar greindi Arnór Þór frá því að hann hafi tilkynnt Guðmundi Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara að lokaleikirnir í undankeppni EM í vor yrðu hans síðustu með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert