Annar metmánuður í neyslu erlendis

Neysla Íslendinga erlendis heldur áfram að aukast eftir því sem …
Neysla Íslendinga erlendis heldur áfram að aukast eftir því sem líður á sumarið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Velta greiðslukorta Íslendinga erlendis heldur áfram að aukast eftir því sem líður á sumarið og nam hún tæpum 23 milljörðum í síðasta mánuði, sem er næstum 120% hækkun frá maí í fyrra.

Mun þetta vera mesta neysla Íslendinga erlendis frá upphafi gagnasöfnunar, raunvirt með gengisvísitölu, og annar metmánuðurinn í röð þar sem sama met var slegið í apríl á þessu ári, að því er fram kemur í hagsjá Landsbankans.

Þar kemur einnig fram að eftirspurn er mikil í hagkerfinu og það sér í lagi eftir ferðalögum. Vöxtur einkaneyslu muni að öllum líkindum vera innfluttur í formi aukinna ferðalaga næstu misserin.

Þá hafi kortavelta innlendra greiðslukorta aukist um 16,5% milli ára í maí, að raunvirði en heildarveltan nam 111,7 milljörðum kr. í maí 2022. Þar af fóru 88,8 milljarðar kr. í verslanir innanlands, sem er 3,3 milljarða kr. hækkun milli ára, núvirt með vísitölu neysluverðs án húsnæðis.

Velta greiðslukorta erlendis nam 22,9 milljörðum kr. sem eins og áður sagði er nýtt met. Nemur hækkunin nærri 120% miðað við veltuna í maí í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK